top of page
Námskeið: Classes

Bjóðum upp á lokuð námskeið frá sept - maí ár hvert.

Námskeiðin eru kennd í lokuðum hópum sem eru frá 12-20 í hverjum hóp. 

Skemmtileg námskeið þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Aerial Yoga

Svífðu með okkur

Skemmtilegt námskeið þar sem þú lærir grunnatriðin í Aeriel Yoga.  Þú færð tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann þinn og prófa eitthvað alveg nýtt.  Við förum yfir Yogastöður og Yogaflæði í slæðu þar sem hægt er að hvolfa sér fyrir þá sem vilja/ þora.
Slæðan styður við líkaman og hjálpar þér inn í Yoga stöðurnar en einnig þrýstir hún á bólgusvæði í líkamanum og léttir á bólgum og þreytu í líkamanum.  Allir tímarnir enda á dásamlegri slökun sem endurnærir líkama og sál.

AerialYoga_2.jpg
Read More

Yogastyrkur

Áhrifaríkt námskeið

Skemmtileg blanda af jógaæfingum, lyftingum og Pílates.
Við komum til með að vinna með markvissar lyftingar blandaðar saman við lotuþjálfun og Tabata. Einnig verður sérstök áheyrsla á að styrkja djúpvöðva líkamans og styrkja stoðkerfið.
Mælingar og ráðgjöf í mataræði fylgir með fyrir þá sem vilja.

Squat Workout
Read More

Hot Yoga - Fyrstu skrefin

Hot Yoga - Grunnnámskeið 

Hefurðu ekki prófað Hot Yoga?  Veistu ekki hvort þetta er fyrir þig og af hverju er þetta svona heitt og rakt?  
Í þessu námskeiði tökum við fyrstu skrefin á rólegan hátt í Hot Yoga.  Við verðum ekki með fullan hita né raka í upphafi námskeiðs en aukum hann eftir því sem líður á námskeiðið.  Farið verður í grunn Barkan Hot Yogaflæði og jafnvægis -og gólfstöður kynntar.  Þetta er námskeið sem kynnir þig fyrir Hot Yoga og gefur þér tækifæri á að læra inn á þinn eigin líkama. 

162B73E5-73EC-422A-8A57-1BAE5CCCF44C.jpg
Read More

Pílates

Styrktu djúpvöðvana þína

Í námskeiðinu er unnið bæði með Yoga og Pílatesæfingar sem styrkja djúpvöðva líkamans.  Farið er í rétta líkamsbeitingu og jafnvægið bætt sem hjálpar til við að móta fallega langa vöðva.
Slökun í lok tímans.

Pilates Instructor
Read More

Karlayoga

Ertu stirður?

Ertu stirður eftir vinnuna? Siturðu mikið og teygir of lítið? Viltu auka liðleika og bæta styrk? Þá er þetta námskeið fyrir þig.  Sér tímar bara fyrir karlmenn þar sem unnið er með að mýkja líkamann og bæta hreyfigetu. Margvíslegur annar ávinningur fæst með því að stunda yoga s.s meiri vellíðan, minni streyta, sterkara ónæmiskerfi o.fl.
Kennt verður yogaflæði, standandi jafnvægisstöður og teknar djúpar teyjur í lok tímans ásamt því að kenna rétta öndun í yogastöðum. Í lok námskeiðs mun þátttakandi kunna grunnstöður í yoga og geta unnið með þær sjálfstætt.

20210503_101518.jpg
Read More
bottom of page