


Hot Yoga Kennaranám 200 RYT
💥Nýtt Hot Yoga kennararanám hefst í október 2025
Langar þig að kenna jóga og dýpka iðkunina þína? Viltu öðlast meiri persónulegan þroska, auka þekkingu þína á jóga og geta miðlað þeirri þekkingu til annarra?
Yogasálir bjóða upp á vandað og faglegt Hot Yoga kennaranám í samvinnu við "Barkan Method Of Hot Yoga".
Námið er alfarið kennt sem staðnám í Yogastúdíói Yogasála á Selfossi og er viðurkennt af Yoga Alliance.
Námið er kennt á íslensku fyrir utan kennslu í heimspeki jóga sem er kennt í gegnum Zoom á ensku með Jimmy Barkan. Nemendur fá glærur á íslensku og geta fengið allar upplýsingar á íslensku hjá kennurum Yogasála.
Frekari upplýsingar um námið og hvernig þú sækir um er að finna hér fyrir neðan.


Hvenær er námið kennt?
Námið er kennt yfir sex helgar frá október til febrúar. Kennt er á eftirfarandi tímum.
Fös. 17:00 - 19:00
Lau. 09:00 - 16:00 (1 klst. hlé)
Sun. 09:00 - 16:00 (1 klst. hlé)

Dagsetningar námsins 2025-2026
-
3-5 okt. (2025)
-
24-26 okt. (2025)
-
21-23 nóv. (2025)
-
5-7 des. (2025)
-
9-11 jan. (2026)
-
30 jan-2 feb. (2026)

Kennaranám sem umbreytir þér og veitir innblástur
Kennaranám Yogasála og Barkan Method gefur þér tækifæri á að verða jógakennari sem hefur djúpa þekkingu á líkama, huga og andlegri tengingu.
Líkamleg umbreyting
Í þessu kennaranámi eru jógastöðurnar hannaðar til að virka djúpt – bæði að utan og innan. Með stöðugri iðkun styrkjum við m.a. starfsemi:
-
Hjarta, nýrna, lifrar og meltingarfæra,
-
Liði, vöðva, sinar og liðbönd.
Þetta gerir líkamanum kleift að blómstra sem bæði þú og nemendur þínir síðar meir munu finna.
Andleg styrking
Barkan-aðferðin er ekki aðeins líkamsrækt – hún er verkfæri til að róa hugann, draga úr streitu og kvíða. Þú lærir að miðla jógaiðkun sem styður við andlega vellíðan og innri ró – bæði fyrir þig og nemendur þína.
Andlegur þroski og djúp tenging
Í þessu námi opnum við fyrir dýpri víddir jógans með því að styrkja líkamann, róa hugann og næra þannig sálina sem getur umbreytt þér, bæði í því að verða betri kennari út á við eða á þinni persónulegu vegferð.
Okkar útfærsla á þessari tegund Hatha jóga býr til opnun inn í hryggsúluna og miðtaugakerfið sem við nefnum Shusumna á Sanskrít. Þannig náum við tengingu inn í orkuflæði líkamans og kennum þér hvernig þú getur leitt aðra í átt að jafnvægi og innri ró.

Alþjóðlegt nám með Barkan-aðferð
Námið er fyrir þá sem vilja djúpa tengingu við líkama, huga og sál. Þú lærir að miðla jógaiðkun sem umbreytir öðrum og sjálfum þér.
Barkan-aðferðin er stíll innan Hatha Yoga sem á rætur sínar að rekja til ættartrés (e.lineage) í Kalkútta á Indlandi. Stofnandinn, Jimmy Barkan, hlaut fyrstu kennaravottun sína frá "Ghosh’s College of India" og var í mörg ár aðalkennari í Bikram jóga.
Þó að aðferðin byggi á þessari sterku hefð, þá hefur hún þróast áfram og samþætt stöður úr öðrum jógastílum. Niðurstaðan er fjölbreytt, sveigjanleg og kraftmikil iðkun sem opnar fyrir meiri hreyfigetu og næmari meðvitund eigin líkama.
"Hot Yoga" iðkað í heitu eða köldu rými
Við vinnum með mýkt og styrk líkamans í rými sem styður við dýpri teygjur, örugga líkamsbeitingu og losun spennu. Þannig erum við venjulega í heitu rými þegar við iðkum eða kennum Barkan Hot Yoga. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt því Barkanserían hentar fullkomlega í minna heita sali (volgt yoga), í sali sem eru við stofuhita eða jafnvel úti í góðu veðri. Þannig hentar námið öllum þeim sem vilja dýpka skilning sinn á Jóga, iðkun þess og kennslu hvort sem verið er í heitum sal eða ekki.
Yogasálir kenna bæði Barkan Hot Yoga og Vinyasa seríurnar í heitum og volgum sal, en einnig í sal við stofuhita. Allir sem sækja tíma geta þannig iðkað sitt jóga í sínu rými á sínum forsendum.

Hvað læri ég í náminu?
Þú munt læra Barkan Hot Yoga seríuna þar sem verður farið ítarlega í flæðið sem hún byggir á og tæknina sem henni fylgir. Þú lærir að koma fram af meira sjálfsöryggi og beita rödd þinni í kennslu til að ná til þátttakenda á jákvæðan, uppbyggilegan og ekki síst skemmtilegan hátt. Farið verður vandlega í hvernig hægt er að hjálpa fólki í tímum til að komast á réttan hátt í stöður (s.Sanskrit: asana) og leiðrétta þegar þörf krefur.
Lögð er rík áhersla á að þú þekkir Barkan Hot Yoga flæðið vel þar sem tímasetningar og áherslupunktar í hverri stöðu hafa mikið vægi. Þegar þú hefur náð tökum á því ásamt því að hafa fundið þína sönnu rödd (e.English: authentic voice) ertu komin í þá stöðu að geta miðlað kennslu og stuðningi á áhrifaríkan hátt. Ítarlegur bæklingur (e. manual/study guide) fylgir með náminu þar sem allar stöður og hvert skref í seríunni er útskýrt á greinargóðan hátt.
Þú munt finna samhljóm í líkama, huga og sál sem smitast út í öll svið lífsins og sem kennari verður þú í aðstöðu til að deila þeirri umbreytingu með öðrum.

Önnur þekking sem þú öðlast:
-
Jóga heimspekin: Farið verður vel yfir tegundir jóga og áhersla lögð á Klassískt-Jóga(Patanjali) og Hatha-jóga (Goraksha) og muninn þar á milli. Tímabilin fornjóga (e.pre-classical), klassískt jóga (e.classical) og eftir-klassískt jóga (e.post-classical) verða skoðuð í þessu sambandi.
-
Átta greinar Patanjalis (Klassískt jóga)
-
Grunnstoðir jógasiðferðis (Yamas&Niyamas)
-
Sjö greinar Hatha Yoga (s.Sapta Sadhana)
-
Orkustöðvakerfin (e. chakra system)
-
Sanskrít heiti á öllum stöðum í Barkan seríunni
-
Líffæra -og lífeðlisfræði í Jóga
-
Hugleiðsla (Kriya Yoga)
-
Kynning á hljómheilun (Gong) og notkun þess í slökun.
-
Kynnt verður hvernig leiðtogahæfni og jóga getur nýst í leik og starfi. Farið verður fyrir rannsóknir á þessu efni og skoðað hvernig stjórnendur á öllum stigum nýta sér jóga í stjórnun og teymisivnnu hér heima og erlendis.

Kennarar í kennaranámi Yogasála og
The Barkan Method
Hvað kostar námið og hvað er innifalið?
Fullt verð námsins er 450.000kr.
Hægt er að dreifa greiðslum á mánuðina sem líða þar til náminu lýkur. Einnig er hægt að dreifa greiðslum á kreditkort til allt að 36 mánaða.
Ef greitt er fyrir námið að fullu fyrir 1. sept. 2025 fæst 40.000kr. afsláttur
Um leið og gengið hefur verið frá skráningu í námið, fær þátttakandi opið kort í stúdíóið og getur byrjað að mæta í tíma. Kortið gildir áfram eftir að náminu lýkur í 3 mánuði.

Bækur í náminu
Í náminu er farið yfir heimspekina í Jóga. Bækur sem þarf að eignast/nálgast eru a.m.k. tvær:
-
Yoga Tradition - Its History, Literature, Philosophy and Practice. Bókin er eins konar biblía í jógafræðunum og er kennd í mjög mörgum jógaskólum um heim allan sem útskrifa jógakennara með a.m.k. 200 tíma réttindi.
-
The Encyclopedia of Yoga and Tantra. Lykilbók sem uppflettirit yfir jógahugtök.
Við mælum einnig með lestri fleirri bóka sem gagnlegt getur verið að lesa t.d.:
-
Autubiography of a Yogi - e. Paramahansa Yogananda - Ein frægasta bók sem skrifuð hefur verið um Jóga.




Umsókn um kennaranám
Vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan ef þú villt sækja um 200 RYT kennaranám Yogasála og "Barkan Method Of Hot Yoga". Um leið og þú hefur sent umsóknina inn, færðu sendar upplýsingar til að greiða staðfestingargjald 65.000kr. sem er óendurkræft (staðfestingargjald dregst frá heildarverði).
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um námið áður en þú skráir þig getur þú sent póst á yogasalir@yogasalir.is og við veitum þér allar frekari upplýsingar.