

🔥 Hot Yoga 🔥
Viðburðir hjá Yogasálum. Byrjum með fasta viðburði í haust og vetur. Skoða viðburði á næstunni

Kennaranám 2023

Hot Yoga kennaranám með Jimmy Barkan og Yogasálum haust 2023.

Þú getur líka skannað
apppið í símann þinn 👉

Ættartréð okkar í Jóga
(Our Lineage)
Í jógafræðunum þýðir ættartré (lineage) þá sögulegu þekkingu sem borist hefur frá kennara til kennara, eða frá meistara til lærisveins. Þannig mun lærisveinn fá sína þekkingu ekki aðeins frá sínum meistarar/kennara, heldur öllum þeim meisturum sem komu á undan.
Það sem ættartréð skapar í lokin er leiðarvísir sem tekur tillit til ólíkra sjónarmiða allra í trénu, ómengað af egói hvers og eins. Það stuðlar einnig að sameiningu nemanda/lærisveins í Jóga og þess sögulega uppruna sem hann nemur í sínum Jógafræðum. Orðið "parampara" á Sanskrít þýðir "órofin hlekkur" í keðju eða ætt(tré). Okkar ættartré er listað upp hér að neðan með grunnupplýsingum um hvern og einn meistara.

Mahavatar Babaji
Hinn ódauðlegi dýrlingur. Babaji kom fram með Kriya Yoga út úr dimmu öldunum með því að kynna þessa fornu tækni fyrir lærisveini sínum, Lahiri Mahasaya. Engin veit aldur hans og hann ferðast um Himalays-fjöllin í Indlandi með lærisveinum sínum.

Lahiri Mahasaya
Lahiri Mahasaya var andlegur leiðbeinandi Sri Yukteswar eða hans Gúrú. Hann var fjölskyldumaður, giftur, átti nokkur börn og starfaði sem bókari. Mahasaya var kynntur fyrir Kriya Yoga af Babaji árið 1861. Hann var mjög gestrisin og bauð iðulega ferðamönnum heim til sín þar sem þeir gátu átt fund við Gúru(heilagan mann) og bauð þeim einnig í vigslu Kriyayoga. Engu máli skipti hvaðan fólkið kom, af hvaða kynþætti það var eða hverrar trúar það var, allir fengu sömu þjónustu á heimili hans. Meðal fólks sem kom til hans voru foreldrar Yogananda.

Sri Yukteswar
Sri Yukteswar var meistari(Gúrú) Yogananda. Hann skrifaði bókina "Holy Science" og var fróður um stjörnufræði, eðlisfræði, lífeðlisfræði, landafræði og Vedíska stjörnuspeki. Hann hannaði armband fyrir lærisveina sína svo þeir ættu auðveldara með að vinna gegn áhrifum stjarna.

Paramahansa Yogananda
Paramahansa Yogananda er talin einn þekktasti kennari (Gúrú) og talsmaður hinnar fornu Indversku heimspeki. Hann er höfundur bókarinnar Autobiography of a Yogi sem hefur breytt lífi milljóna manna um heim allan.
Yogananda var eldri bróðir Bishnu Gosh og var hans Gúrú. Hann var valin af Babaji til að fara til hins vestræna heims m.a. Bandaríkjanna og kynna Kriya Yoga. Árið 1920 kom hann til Bandaríkjanna en áður hafði aðeins einn Indverskur Gúrú komið þangað, Swami Vivekananda. Yogananda stofnaði Yogoda Satsanga Yogaskólann í Ranchi, Indlandi og einnig "The Self Realization Fellowship" í Bandaríkjunum.
