top of page

Opnir tímar í Yogasálum

Fjölbreytt úrval tíma

Barkan_1.jpg

Heitt Yoga - Barkanflæði

Tímar okkar í Yogaflæði byggjast að mestu á "Barkan Hot Yoga" flæði sem Jimmy Barkan setti saman til að iðka í heitum sal.  Jimmy Barkan er einn virtasti og reyndasti kennarinn í Heitu Jóga á vesturlöndum. Jimmy hefur kennt Heitt Jóga í hartnær 40 ár.  Hann byrjaði sem nemandi og síðar kennari hjá Bikram sem kom með Heitt Jóga til hins vestræna heims og þróaði 26-2 seríuna.  Hann varð síðar eini kennarinn sem Bikram treysti til að þjálfa og útskrifa kennara í Heitu Jóga.  Seinna, eða árið 2002 stofnaði hann sinn eigin skóla “The Barkan Method Hot Yoga”.    

Barkanflæðið hefur margvísleg áhrif á okkur, líkamlega og andlega. 
Hið líkamlega kemur í gegnum jógastöðurnar(asana) með jafnri og reglulegri iðkun.  Innvortis hafa stöðurnar áhrif m.a. á hjartað, milta, nýru, lifur og þarma.  Útvortis hafa þær áhrif á liði, vöðva, sinar og liðbönd.
Hið andlega styrkist þegar við stundum Hatha jóga, eins og Barkan aðferðin gerir og getur haft áhrif og stuðlað að því að minnka m.a. stress, þunglyndi og kvíða.  Barkan flæðið gerir okkur kleyft að róa hugann og komast í dýpra slökunarástand. 

Tímarnir henta öllum.

Sif_g%C3%A6ra_1_edited.jpg

YinYoga

Yin Yoga vinnur djúpt inn í líkamann þar sem við höldum stöðunum í lengri tíma en venjulega eða frá 1-3 mínútum.  Þannig vinnum við djúpt inn í vefji líkamans sem hefur first og fremst áhrif á liðbönd, liði, bein og himnur en minna á vöðva.

kundalini.jpg

KundaliniYoga

Kundalini jóga er kraftimikið jógakerfi þar sem er unnið að því að lyfta orkunni upp, bæta líkamsstöðu, styrkja taugakerfi og innkirtlakerfi, koma jafnvægi á huga, öðlast innri ró og víkka vitundina.
Í tímunum er ýtt við kerfinu, krafturinn sem býr í líkama og sál er dreginn fram og við stuðlum að því að verða besta útgáfan af okkur sjálfum.
Hver kundalini jógatími samanstendur af möntrum, öndunaræfingum, æfingaseríu, slökun og hugleiðslu.
Þessir tímar henta bæði byrjendum og lengra komnum.

yin_yoga_1.jpg

Yoga Ró

Tímar þar sem við byrjum á að mýkja líkamann með Yin Yoga stöðum.  Svo er farið í slökun með Yoga Nidra í þægilegu umhverfi þar sem þú getur einnig fengið að liggja í slæðu meðan slökun og íhugun fer fram.  Tíminn endar svo á hljómheilun þar sem spilað er á Gong, trommur o.fl.

Yogatímar: Classes

Yogasálir - Yogastúdíó

Kt: 670208-0870

Vsk.nr. 100840

Eyravegur 35 - Selfoss

  • facebook
  • facebook
  • instagram
  • youtube

©2020 by Yogasálir

mastercard-logo.jpg
bottom of page