top of page
This course has started, but you can book the remaining sessions.

KarlaYoga - Lokað námskeið

6 vikna námskeið - 2x í viku á þri. og fim. kl: 19:00 - 20:00

Started Sep 9
29,900 Icelandic krónur
Location 1

Available spots


Service Description

Ertu stirður eftir vinnuna? Siturðu mikið og teygir of lítið? Viltu auka liðleika og bæta styrk? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Sér tímar bara fyrir karlmenn þar sem unnið er með að mýkja líkamann og bæta hreyfigetu. Margvíslegur annar ávinningur fæst með því að stunda yoga s.s meiri vellíðan, minni streyta, sterkara ónæmiskerfi o.fl. Kennt verður yogaflæði, standandi jafnvægisstöður og teknar djúpar teyjur í lok tímans ásamt því að kenna rétta öndun í yogastöðum. Í lok námskeiðs mun þátttakandi kunna grunnstöður í yoga og geta unnið með þær sjálfstætt. Námskeiðið er kennt í sal með infrarauðum hita og raka. Salurinn er hitaður þannig upp að hitinn vinni með okkur og mýki líkamann sem er forsenda fyrir að vinna með stirðleika og auka liðleika. Umsögn um námskeiðið: - "Ég er örugglega erfiðasta verkefni sem þú hefur fengið í stúdíóið til þín, því ég er svo mikill spítukarl" - "Ég finn þvílíkan mun á mér núna eftir nokkur skipti og svakalega er þetta gott" - "Akkúrat það sem hentar mér og maður fær alltaf tækifæri til að gera allar stöður á sínum forsendum" - "Svo gott að komast í slökun í lok hvers tíma og ferðast aðeins inn á við" - "Gott að kúpla sig frá og finna virkilega hvíldina sem líkamin er að kalla eftir" - "Ég kem örugglega aftur" Kennari er Grímur Sigurðsson 500 RYT frá "Barkan Method Of Hot Yoga" Námskeiðið hefst 9. sept. og lýkur 16. okt. 2024 Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl: 19:00 - 20:00 ATH: - Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma í stúdíóinu meðan á námskeiði stendur.


Upcoming Sessions


Contact Details

  • Yogasálir-Yogastudio, Selfoss, Iceland

    +354 898-1099

    yogasalir@yogasalir.is


bottom of page