top of page

Hot Yoga - Morgnar - Lokað

6 vikna námskeið - 2x í viku á mán. og mið. kl: 08:15 - 09:15

  • Starts Oct 16
  • 29,900 Icelandic krónur
  • Location 1

Available spots


Service Description

Förum af stað með Hot Yoga námskeið á morgnana. Námskeiðið er kjörið fyrir morgunhanana sem vilja taka daginn snemma og vilja síður binda sig seinni hluta dags. Námskeiðið byggir á Barkan Hot Yoga seríunni sem hentar öllum hvort sem um byrjendur eða lengar komna er að ræða. Þannig er farið í gegnum m.a. Vinyasaflæði, sólarhyllingar, standandi jafnvægisstöður, liggjandi gólfstöður og slökun eða ró í lok tímans. Hver tími er 60 mínútur og kennt er í infrarauðum sal með ákveðnum raka sem eykur upplifun og tengingu við hið upprunalega Hot Yoga(Bikram 26-2), sem Barkanserían byggir grunn sinn á en með mikilvægum viðbótum inn í flæðið. Hot Yoga er kröftugt yoga sem vekur bæði líkama og sál. Það er gott að finna áhrif hitans á líkamans því hann hjálpar til við liðleika, hreinsun og skapar almenna vellíðan. Hot Yoga er frábær leið til að bæta líðan, bæði andlega og líkamlega. Námskeiðið er kennt í sal með INFRARAUÐUM hita sem vinnur djúpt inn í vöðvana. Kennari er Ragnheiður Hafstein 500 RYT Yogakennari frá "Barkan Method Of Hot Yoga" Námskeiðið hefst 16. okt. og lýkur 22. nóv. Kennt er á mán. og mið. kl: 08:15 - 09:15 ATH: - Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma í stúdíóinu meðan á námskeiði stendur. - Árskorthafar þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á yogasalir@yogasalir.is - Bjóðum upp á greiðsludreifingu í allt að 36 mánuði ef greitt er með kreditkorti.


Upcoming Sessions


Contact Details

  • Yogasálir-Yogastudio, Selfoss, Iceland

    +354 898-1099

    yogasalir@yogasalir.is

bottom of page