Hot Yoga 26-2 er Hot Yoga eins og það var kennt í upphafi af Bikram Choudhury eða í kringum 1970 og samanstendur af 26 Hatha-stöðum(Asana) og tveimur öndunaræfingum.
Tíminn er 90 mínútur þar sem hitinn í salnum er 40.5 stig á celsíus með um 40% rakastigi.
Þessar 26 stöðu og 2 öndunaræfingar eru stundaðar í sömu röð í hverjum tíma, sem gerir 26-2 að staðlaðri seríu sem leggur áherslu á samræmi æfinganna og að iðkandi nái framförum í sinni iðkun, bæði andlega og líkamlega.