top of page
Ekki hægt að bóka námskeið eftir að það er hafið

Hot FoamCore -FRÍTT

FoamCore - Miðvikud. - Kl: 19:45 - 20:45

Location 1

Service Description

Í FoamCore nuddum við sjálf líkamann þar sem við notumst við foamrúllu og litla bolta. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum. Nuddið flýtir fyrir bata í vöðvum og bætir líkamsástand. Triggerpunkti má lýsa sem eymsli þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar við þrýstum á punktinn getur það valdið leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur eða vöðvakippur. Triggerpunktar geta valdið minni hreyfigetu í liðum, spennuhöfuðverk, rennslisstöðvun sogæðavökva auk þess sem húð getur fölnað og kólnað. Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum. Tilgangurinn með foam Core er að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega, styrkja core og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega. FoamCore hentar bæði fyrir kyrrsetu- og íþróttafólk. Tíminn er kenndur í heitum sal Hér eru nokkrir punktar um ávinning - Hreinsun eiturefna í líkamanum - Styrkir ónæmiskerfið - Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum. - Eykur blóðrásina. - Dregur úr streitu. - Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð. Kennari er Jòhanna Þòrarinsdòttir einka og styrktarþjálfari ÍAK. Jòhanna Þòrarinsdòttir byrjaði à íþróttabraut í FB og tók fyrsta einkaþjálfaranámskeiðið sitt 19 ára gömul. Hún lauk World Class einkaþjálfaranámi og tók svo ÍAK einka og styrktarþjálfarann.


Upcoming Sessions


Contact Details

  • Yogasálir-Yogastudio, Selfoss, Iceland

    +354 898-1099

    yogasalir@yogasalir.is


bottom of page