Í appinu okkar finnur þú alla tímana okkar, lokuðu námskeiðin og margt fleira,
Skannaðu apppið okkar í símann þinn 👉
Hot Foam Core
Foam Core - Miðvikud. - Kl: 19:45 - 20:45
Service Description
Í Foam Core nuddum við sjálf líkamann þar sem við notumst við foamrúllu og litla bolta. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum. Nuddið flýtir fyrir bata í vöðvum og bætir líkamsástand. Triggerpunkti má lýsa sem eymsli þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar við þrýstum er punktinn getur það valdið leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur eða vöðvakippur. Triggerpunktar geta valdið minni hreyfigetu í liðum, spennuhöfuðverk, rennslisstöðvun sogæðavökva auk þess sem húð getur fölnað og kólnað. Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum. Tilgangurinn með foam Core er að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega, styrkja core og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega. FoamCore hentar bæði fyrir kyrrsetu- og íþróttafólk. Tíminn er kenndur í heitum sal Hér eru nokkrir punktar um ávinning - Hreinsun eiturefna í líkamanum - Styrkir ónæmiskerfið - Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum. - Eykur blóðrásina. - Dregur úr streitu. - Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð. Kennari er Jòhanna Þòrarinsdòttir einka og styrktarþjálfari ÍAK. Jòhanna Þòrarinsdòttir byrjaði à íþróttabraut í FB og tók fyrsta einkaþjálfaranámskeiðið sitt 19 ára gömul. Hún lauk World Class einkaþjálfaranámi og tók svo ÍAK einka og styrktarþjálfarann.
Upcoming Sessions
Contact Details
Yogasálir-Yogastudio, Selfoss, Iceland
+354 898-1099
yogasalir@yogasalir.is