YinYoga í infrarauðum volgum sal.
Rólegir tímar með góðum teygjum í ákveðnum stöðum sem við gerum í 1-3 mínútur í senn. Við leyfum líkamanum að skynja hvað við erum að gera í hverri stöðu og notum öndun til að halda stöðum í ákveðin tíma sem gefur líkamanum tækifæri á að fara lengra inn í stöðurnar. Þessi öndunartækni róar hugann og gefur okkur færi á að slaka betur á í hverri stöðu.