Í appinu okkar finnur þú alla tímana okkar, lokuðu námskeiðin og margt fleira,
Skannaðu apppið okkar í símann þinn 👉
Grunnnámskeið í Hot Yoga - Lokað
6 vikna námskeið - 2x í viku á þri. og fim. kl: 19:00 - 20:00
Service Description
Hefur þig langað til að prófa Hot Yoga en ekki tekið skrefið? Finnst þér hitinn vera of mikill eða tímarnir of langir til að byrja að sækja tíma? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Farið verður í grunnatriði í Barkan Hot Yoga seríunni og við lærum að láta hitan vinna með okkur. Þú munt fá tíma til að venjast hitanum á meðan kennarinn leiðir þig í gegnum flæðið. Hver tími endar á góðri slökun. Í lok námskeiðs mun þátttakandi kunna grunnstöður í Hot Yoga og geta unnið með þær sjálfstætt ásamt því að tileinka sér rétta öndun í gegnum flæðið. Hver tími er 60 mín. sem er mjög gott að byrja á þegar þú tekur þín fyrstu skref í Hot Yoga. Hot Yoga er kröftugt yoga sem vekur bæði líkama og sál. Það er gott að finna áhrif hitans á líkamans því hann hjálpar til við liðleika, hreinsun, vellíðan og fleira. Hot Yoga er frábær leið til að bæta líðan, bæði andlega og líkamlega. Það má aldrei gleyma að í öllu Yoga ert þú á þinni dýnu, á þínum forsendum og án alls samanburðar. Umsagnir um námskeiðið: - "Ég þarf að fá tíma til að venjast hitanum og læra réttar stöður í flæðinu. Þetta námskeið gerði þetta akkúrat fyrir mig. Takk" - "Ég vill vita hver munurinn er á Hot Yoga og Yoga sem gert er í köldum sal" - "Á þessu námskeiði komst ég að því hvers vegna hitinn er svona mikilvægur " - "Frábært námskeið sem gerir manni kleyft að nálgast verkefnið á mínum forsendum" - "Ég hélt ég myndi aldrei geta gert Yoga í heitum sal. Eftir nokkra tíma er ég orðin vön hitanum og vill alls ekki missa hann" Námskeiðið er kennt í sal Yogasála með INFRARAUÐUM hita sem vinnur djúpt inn í vöðvana. ATH: Meðan á námskeiðinu stendur fylgir með aðgangur að öllum opnum tímum í stundatöflu. Kennari er Guðrún Ósk Einarsdóttir 200 RYT Yogakennari frá "Barkan Method Of Hot Yoga" Námskeiðið hefst 10. sept. og lýkur 16. feb.
Contact Details
Yogasálir-Yogastudio, Selfoss, Iceland
+354 898-1099
yogasalir@yogasalir.is