top of page
Search

Vetrartaflan fer af stað

Við förum af stað með vetrartöfluna okkar í dag þ.e. opnu stundatöfluna. Af því tilefni ætlum við að vera með tilboð á árskorti hjá okkur út þessa viku.


💥Tilboð á árskorti hljóðar þannig að það fæst á 69.900kr og í kaupbæti fylgir með árskort í Sundhöll Selfoss. Tilboðið miðast við staðgreiðslu. Tilboðið gildir í viku frá og með deginum í dag 🙂

Þú getur smellt á takkann hér fyrir neðan og gengið frá kaupum á þessu tilboði.
Við viljum svo segja frá því að í vetrartöflunni okkar eru nýjir tímar í Hot Yoga sem heita

"Hot Yoga 26-2". Þetta er hið upprunalega Hot Yoga og eins og það var í upphafi þegar Bikram kynnti það fyrir vesturlandabúum í kringum 1970. Þessi tegund byggir á 26 stöðum og öndunaræfingum og þær gerðar tvisvar sinnum í gegnum tímann. Ekki er um að ræða Yogaflæði þar sem gerðar eru sólahyllingar og farið í gegnum hundinn sem snýr upp og sem snýr niður o.s.frv. Við munum byrja á að vera með 60 mínútna tíma en sjáum svo til hvort við bætum 90 mínútna tímum við eins og upprunalegu tímarnir voru.

T'ímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl: 18:30. Komdu og prófaðu Hot 26-2 í hita og svita 😀💦💧


332 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page