top of page
Search
Writer's pictureGrímur/Ragnheiður

Jógi mánaðarins

Aerial-Yoga hefur reynst mér betur í vetur en ég þorði nokkurn tíma að vona. Ég er stór aðdáandi almennrar hreyfingar og heilsueflandi athafna og var því spennt þegar ég sá Aerial-Yoga auglýst. Ég sat í bíósalnum á Selfossi og var auglýsing frá Yogasálum ein af þeim fáu sem rúlluðu hring eftir hring á skjánum á meðan við biðum eftir myndinni, þá sjaldan sem ég fer í bíó! Það reynist mörgum þrautin þyngri að læra að elska sjálfan sig eins og við erum og er ég þar engin undantekning. Fannst ég búin að prufa allt sem kom því

umræðuefni við og náði aldrei lengra en á upphafsreit, hrósaði mér svo fyrir að hafa allavega byrjað. Það sem ég er að reyna að segja er að væntingar mínar til Aerial-Yoga voru litlar.

Mér til undrunar er að ég er nú orðinn reglulegur iðkandi og hefur Aerial-Yoga kennt mér að koma fram við sjálfa mig og minn líkama af nærgætni og góðvild, staldra við í núinu og skilja dagsformið hverju sinni. Ekki brjóta niður fyrir „verri“ árangur en síðast. Í október síðastliðnum fór ég í frí til Tenerife og hafði miklar áhyggjur af því að missa „Aerial formið“. Ég gúglaði viðstöðulaust í leit að jógkennara nógu nálægt hótelinu sem byði upp á Aerial-Yoga. Fór það svo að við tókum leigubíl tvisvar í viku, 30 mínútur aðra leið, til þess eins að fá að hanga í slæðu.


Ég missti langafa minn á meðan við vorum úti. Þau hjónin hafa alltaf verið klettur í mínu lífi en það eina sem komst að hjá mér var að ég væri að missa af Yoga. Eflaust var það hluti af áfallinu við missinn sem hafði þau áhrif en þá minnti ég mig á djúpöndunina – sem átti við í missinum ekki síður en í teygjunum. Ég minnti sjálfa mig líka á að staldra aðeins við, að jógað biði mín og fannst mér ég geta kvatt afa með heilum hug vegna þess sem mér hefur verið leiðbeint í jóganu. Það sem situr sterkast eftir að hverjum tíma loknum er eftirfarandi: -„Rétt er rétt þó enginn sé að því, rangt er rangt þó allir séu að því.“ – „Ég vorkenni öllum sem æfa ekki Aerial-Yoga.“ Guðbjörg María Onnoy

285 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page