top of page
Search
Writer's pictureGrímur/Ragnheiður

Fréttir úr stúdíóinu okkar - Jógi mánaðarins

Við ætlum að vera meira með fréttir úr stúdíóinu okkar, bæði kynna þjónustuna okkar betur og einnig fólkið okkar sem er hjá okkur. Við munum færa þetta inn á heimasíðuna okkar undir "blogg" á síðunni en deila því svo áfram inn á samfélagsmiðlana. Við munum reyna að hafa þetta fjölbreytt og m.a. annars verðum við með "Jógi mánaðarins" þar sem einn iðkandi segir frá sér og einhverju skemmtilegu í kringum hans iðkun í stúdíóinu. Við byrjuðum á að fá Jóhann Böðvar Sigþórsson til að vera "Jógi mánaðarins"


Af hverju fór ég að stunda yoga?

Sjálfur var ég búinn að prufa að fara í ýmsar líkamsræktastöðvar en ég fann mig aldrei þar. Þegar ég sá auglýst karlayoga hjá Yoga-sálum ákvað ég að prufa það. Mér líkaði það mjög vel og kláraði þar 6 vikna námskeið. Síðan tók ég pásu þar sem það var mjög takmarkað hversu mikið hægt var að mæta vegna faraldursins. Um leið og ég frétti að allt væri farið aftur af stað ákvað ég að fara á nýtt karlanámskeið og hef síðan þá mætt að meðaltali

sex sinnum í viku í opna tíma. Það sem heillar mig við Hotyoga er það hvað hitinn og rakinn er góður, hann mýkir líkamann sem gerir hreyfingar og teygjur þægilegri.


Það sem þetta hefur gefið mér er að ég finn varla fyrir gigtinni sem ég hef glímt við í mörg ár. Yogað hefur komið í veg fyrir það að ég þurfi ekki að taka einhverskonar gigtarlyf og ég tala nú ekki um það hvað ég hef styrkst andlega og líkamlega. Frá því í febrúar hafa runnið af mér 12.5 kg og það er bara byrjunin, það er nóg eftir.


Þjónustuna sem ég hef fengið undanfarna mánuði hjá Grím og Ragnheiði er ómetanleg. Þjónustan þeirra er ólík öðrum þar sem hún er mjög persónuleg. Eins og þau segja í byrjun hvers tíma þá erum við erum ein á dýnunni og engin samanburður.


- Namaste


Jóhann Böðvar Sigþórsson


448 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page