top of page

Wed, Aug 16

|

Selfoss

Kirtan Yogatími

Á nýju tungli, þann 16. ágúst kl 19:00 mun tónlistarfólkið Guðný & Stefán leiða yndislegan og friðsælan Kirtan Yogatíma og möntruhugleiðslu í Yogasálum á Selfossi.

Registration is closed
See other events
Kirtan Yogatími
Kirtan Yogatími

Tími og staðsetning

Aug 16, 2023, 7:00 PM – 8:30 PM

Selfoss, Eyravegur 35, 800 Selfoss, Iceland

Um ferðina

Á nýju tungli, þann 16. ágúst kl 19:00 mun tónlistarfólkið Guðný & Stefán leiða yndislegan og friðsælan Kirtan Yogatíma og möntruhugleiðslu í Yogasálum á Selfossi. Nýtt tungl, sem er í ljóni þann 16. ágúst, er táknrænt fyrir nýtt upphaf eða endurfæðingu. Þá er góður tími til að setja orku og ásetning í það sem þú vilt í lífinu og hefja ný verkefni, en jafnframt er þetta besti dagurinn til að beina góðri orku í óskir þínar.

Ekki er nein krafa um tónlistar- eða söngkunnáttu af neinu tagi og allir eru velkomnir hvort sem er eingöngu til að hlusta og njóta í slökun eða taka þátt.   Nýtt tungl, sem er í ljóni þann 16. ágúst, er táknrænt fyrir nýtt upphaf eða endurfæðingu. Þá er góður tími til að setja orku og ásetning í það sem þú vilt í lífinu en jafnframt er þetta besti dagurinn til að beina góðri orku í óskir þínar.   

Möntrur eru ákveðin tegund af tónheilun og eru orð eða setningar sem þú endurtekur og er notað sem tæki til að hjálpa til við að losa um hugsanir og tilfinningar. Þetta getur skipt miklu máli sérstaklega ef þú átt í erfiðleikum með að einbeita þér eða róa hugann.   Rannsóknir hafa sýnt að kostir Kirtan Yoga og möntrusöng eru meðal annars: aukin sjálfsmeðvitund, streituminnkun og hugarró, bætt öndun, skapar jákvæðar tilfinningar, tenging við aðra, hjálpar til við hugleiðslu, bætt andleg heilsa og stuðlar að heilun líkama og sálar.  

Að nota möntrur í hugleiðslu getur hjálpað með því að draga úr reikandi hugsunum og komið þér í dýpra hugleiðsluástand hvort sem þú syngur hljóðlega eða upphátt, þá vekur mantran huga þinn og kemur í veg fyrir að hann reki í aðrar áttir.  

Guðný Lára og Stefán Örn hafa spilað tónlist saman í um 20 ár og hafa verið í ýmsum hljómsveitum, gefið út margvíslega tónlist og ferðast um heiminn. Undanfarið ár hafa þau sett saman fallega stund byggða á möntrum og róandi einfaldri tónlist en þau hafa einnig bæði lagt stund á tónheilunarnám undanfarið ásamt því að vera nýkomin frá Indlandi þar sem þau fengu innsýn í heim tónheilunar þaðan sem hún kemur.   Kraftur tónlistar er óumdeildur og hefur tengt mannfólk saman frá upphafi í orku sem er umvafin samhljóm og tíðni. Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á vellíðan, fallegri tónlist, slökun eða hugleiðslum að nýta tækifærið og mæta þann 16. ágúst kl 19.

Skráning fer fram á heimasíðu Yogasála eða í appinu okkar.  Þú getur líka smellt á hlekkinn hér að neðan og skráð þig:

Deila viðburð

bottom of page