top of page

Heilunarhringur á fullu tungli

Wed, Aug 30

|

Selfoss

Heilunarhringur er aldagömul aðferð sem hefur verið stunduð á fullu tungli. Ásetningurinn er að heila sálina, hugann og líkamann. Ragnheiður og Tinna leiða viðburðinn.

Registration is closed
See other events
Heilunarhringur á fullu tungli
Heilunarhringur á fullu tungli

Tími og staðsetning

Aug 30, 2023, 7:00 PM – 8:30 PM

Selfoss, Eyravegur 35, 800 Selfoss, Iceland

Gestir

Um ferðina

Heilunarhringur á fullu tungli:

Heilunarhringur er aldagömul aðferð sem hefur verið stunduð á fullu tungli. Ásetningurinn er að heila sálina, hugann og líkamann. Að endurheimta orku sína úr myrkrinu í ljós, úr ósannindum í sannleika, að tengjast tilgangi lífsins og styrkjast á þeirri braut sem þér er ætlað. Við notum möntrur til að tengja okkur við þessa orku. Möntrur eru heilög orð sem hafa verið notaðar í aldir til að tengjast orkuflæði likamans með tíðni hljóðsins.

Í lok heilunarhringsins verður Gong-hljómheilun. Gong hljómheilun er einstök tegund hugleiðslu sem felur í sér að nota Gong sem meðferð með hljóðtíðni og titring til að heilast. Þessi iðkun er stundum kölluð „Gong bað“ vegna þess að þátttakendur eru „baðaðir“ í hugleiðslu-Gong hljóðbylgjum. 

Ragnheiður og Tinna munu spila saman á hinar ýmsu tegundir Gong-hljóðfæra.

Um Ragnheiði og Tinnu:

Ragnheiður og Tinna hafa verið samferða í áratugi í hinum ýmsu verkefnum í tengslum við Höfuðbeina -og spjaldhryggjarmeðferð. Þær hafa ýmist verið að læra saman, halda utan um hópa á seinni stigum náms þeirra sem eru að nema Höfuðbeina -og spjaldhryggjarmeðferð eða að starfa saman á meðferðarprógrömmum á vegum Upledger og „integrative intentions“. Þær hafa báðar mikla ástríðu fyrir heilun og hafa dregist að hljómheilun undanfarin ár. Nú vilja þær tengja orkuna sína saman á fullu tungli með hljómheilun ásamt heilunarhring með möntrum. Fyrir utan Höfuðbeina -og spjaldhryggjarmeðferð hefur Tinna stúderað mikið veröld Shamanheilunar og Ragnheiður hefur heillast af jógísku fræðunum. Þetta verður magnað kvöld þar sem öll þessi orka mun skína í gegn.

Miðar

  • Heilunarhringur á fullu tungli

    Heilunarhringur á fullu tungli með Ragnheiði Hafstein og Tinnu Maríu.

    ISK 4,900
    Sale ended

Total

ISK 0

Deila viðburð

bottom of page