Dalahótel - Jógaferð með Yogasálum
Fri, Oct 20
|Búðardalur
Komdu og eigðu með okkur dásamlega jógahelgi á Dalahóteli í Sælingsdal við Búðardal.
Tími og staðsetning
Oct 20, 2023, 4:00 PM – Oct 22, 2023, 12:00 PM
Búðardalur, Sælingsdalsvegur, 371 Búðardalur, Iceland
Gestir
Um ferðina
Við ætlum að bjóða upp á nærandi jógahelgi að Laugum í Sælingsdal við Búðardal í dásamlegu umhverfi. Við munum bjóða upp á jóga, hugleiðslu og gönguferðir um nágrennið. Gist verður á Dalahóteli og í boði eru 28 pláss í tveggja manna herbergjum (14 herbergi).
Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn á föstudeginum. Hægt er að tékka sig inn á herbergi eftir kl: 16 á föstudeginum 20 okt.
Verð: 55.000kr. á mann.
Eftir að skráning hefur verið send verður sendur greiðsluseðill í banka á þá kennitölu sem gefin er upp í skráningarformi.
Innifalið er gisting í tvær nætur, 2 saman í herbergi, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardag og morgunmatur á sunnudag.
Ath. matur er ekki innifalinn á föstudeginum en hægt er að kaupa mat skv. matseðli á hótelinu.
Matseðill er eftirfarandi og er innifalin í verði:
Morgunverður: Hlaðborð (laugardag og sunnudag)
Hádegi: Tómatsúpa og nýbakað brauð (laugardag)
Kvöldverður: Sveppasúpa m/ brauði, lambasteik og meðlæti og innbökuð hnetusteik (vegan) (laugardag)
Dagskráin hjá okkur er eftirfarandi:
Föstudagur - 20 okt.
kl: 20:00 - Yoga og hljómheilun
Laugardagur - 21 okt.
Morgunmatur
kl: 11:00 - Yoga
Hádegismatur
kl: 15:00 - Gönguferð
kl: 20:00 - Yoga og hljómheilun
Kvöldverður
Sunnudagur - 22 okt.
Morgunmatur
kl: 11:00 - Yoga
Heimferð