top of page

Aerial Yoga kennaranám 200 RYT

Oct 4, 2024 - Mar 16, 2025

  • 164 Days
  • 15 Steps

About

Aerial Yoga Kennaranám 200 RYT 💥Nýtt Aerial Yoga kennararanám hefst 4. október 2024 Langar þig að kenna Yoga og fara út fyrir þægindaramman þinn? Langar þig að gera eitthvað nýtt og spennandi? Langar þig í skemmtilegt nám sem gefur þér færi á persónulegum þroska? Ef svo er þá gæti þetta verið námið fyrir þig. Námið hefst í október og lýkur í mars. Kennt er eina helgi í mánuði frá föstudegi til sunnudags eða alls fimm helgar. Námið er staðnám og er viðurkennt af Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands. Kennt er á eftirfarandi helgum: 4-6 okt. 2024 1-3 nóv. 2024 29 nóv. - 1 des. 2024 7-9 feb. 2025 14-16 mars 2025 Námið byggist að stórum hluta á notkun á slæðunni og kennslu í henni. Farið verður í hvernig hægt er að byggja upp flæði á öruggan og skilvirkan hátt í slæðunni. Þú lærir hvernig á að hirða um slæðuna og hvernig öruggast er að hnýta hana upp. Farið verður ítarlega í hvernig beita á leiðréttingum á stöðum í slæðunni.Námið leggur áherslu á að nemendur öðlist þekkingu á jógaheimspeki og hvaðan jógað kemur sem við erum að læra. Einnig verður kenndur grunnur í anatómíu og farið í gegnum orkustöðvakerfi líkamans. Kennt verður einnig inngangur að slökun í slæðu og hvernig nota má Gong, skálar og önnur áhöld fyrir tónheilun til að ná djúpri slökun.Milli námshelga fá nemendur verkefni til að vinna í og skila inn á ákveðnum dagsetningum. Einnig er gert ráð fyrir að nemendur æfi sig á milli námshelganna en allir nemendur fá opið kort í Yogasálir um leið og þeir hafa staðfest skráningu í námið, sem gildir þangað til námi lýkur. Verð fyrir námskeiðið er: Fullt verð 425.000kr. - Greiðist að fullu fyrir 25. sept. Greiða þarf staðfestingargjald 65.000kr. þegar skráning fer fram. Greiðsluseðill fyrir eftirstöðvum námskeiðsgjalds verður sendur í heimabanka þátttakanda. Hægt er að dreifa greiðslum á allt að 36 mánuði ef greitt er með kreditkorti.

You can also join this program via the mobile app. Go to the app

Instructors

Price

ISK 65,000

Share

bottom of page